Í dag ertu frjáls
25.4.2009 | 05:22
Í dag getur þú valið frelsi úr kreppu og höftum. Komist til áhrifa á Alþingi Íslendinga. Lýðræðishreyfingin er eina stjórnmálahreyfingin sem mun gefa þér málfrelsi og ákvarðanafrelsi í beinu og milliliðalausu lýðræði á Alþingi.
Í dag getur þú fengið frelsi undan ánauð flokksræðis. Gefið mútuþægum pólitíkusum langt nef. Veittu þeim ærlega refsingu með því að eiga þína eigin rödd og þitt eigið atkvæði á Alþingi.
Í dag skrifum við Íslandssöguna. Þetta er dagurinn sem þjóðin getur gert sögulegar lýðræðisumbætur og rekið spillinguna á dyr.
xP Lýðræðishreyfingin er eini raunhæfi kosturinn ef þú vilt byggja nýtt Ísland. Enginn annar býður þér að virkja þitt atkvæði á Alþingi. Þú þarft ekki að afsala þér atkvæðisrétti næstu fjögur árin. Í Lýðræðishreyfinguna áttu þína rödd og þitt atkvæði á Alþingi sem þú getur nýtt þér hvenær sem þú vilt.
Við ætlum að sækja þýfið, þá hundruði milljarða sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni og nota öll tiltæk ráð til að ná lögum yfir spilltu grísina. Við munum beita hryðjuverkalögum eins og bretar gerðu gegn Landsbankanum þannig að öll sund lokist hjá spilltum útrásarvíkingum erlendis og þeir verði nauðbeygðir að koma heim og skila peningunum.
Við munum markaðssetja Ísland sem land tækifæranna um allan heim og byggja upp nýja atvinnuvegi, nýja skattstofna og tekjur. Við munum semja við eigendur jöklabréfanna og fá þeim umbreytt í langtíma fjárfestingasjóð atvinnulífsins til að fá erlendu fjárfestana með í að byggja upp nýtt Ísland og losa þannig þrýsting af krónunni.
Við munum hagræða í stjórnkerfinu og ríkisreksrinum án skattahækkana. Við munum ekki leggja aukna skatta á aðþrengd heimili. Með víðtækri atvinnuuppbyggingu stækkum við kökuna og náum í nýja skattstofna.
Við munum fá hingað færustu hagfræðinga heims til að aðstoða okkur við að umbreyta Íslensku bönkunum úr sveitasparisjóðum í öflugar alþjóðlegar fjármálastofnanir. Þannig færum við súrefni í allt efnhagslífið, lækkum vexti og styrkjum gjaldmiðilinn.
Merktu xP á kjörseðilinn, það er eina raunhæfa lausnin úr kreppunni.
Í dag getur þú fengið frelsi undan ánauð flokksræðis. Gefið mútuþægum pólitíkusum langt nef. Veittu þeim ærlega refsingu með því að eiga þína eigin rödd og þitt eigið atkvæði á Alþingi.
Í dag skrifum við Íslandssöguna. Þetta er dagurinn sem þjóðin getur gert sögulegar lýðræðisumbætur og rekið spillinguna á dyr.
xP Lýðræðishreyfingin er eini raunhæfi kosturinn ef þú vilt byggja nýtt Ísland. Enginn annar býður þér að virkja þitt atkvæði á Alþingi. Þú þarft ekki að afsala þér atkvæðisrétti næstu fjögur árin. Í Lýðræðishreyfinguna áttu þína rödd og þitt atkvæði á Alþingi sem þú getur nýtt þér hvenær sem þú vilt.
Við ætlum að sækja þýfið, þá hundruði milljarða sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni og nota öll tiltæk ráð til að ná lögum yfir spilltu grísina. Við munum beita hryðjuverkalögum eins og bretar gerðu gegn Landsbankanum þannig að öll sund lokist hjá spilltum útrásarvíkingum erlendis og þeir verði nauðbeygðir að koma heim og skila peningunum.
Við munum markaðssetja Ísland sem land tækifæranna um allan heim og byggja upp nýja atvinnuvegi, nýja skattstofna og tekjur. Við munum semja við eigendur jöklabréfanna og fá þeim umbreytt í langtíma fjárfestingasjóð atvinnulífsins til að fá erlendu fjárfestana með í að byggja upp nýtt Ísland og losa þannig þrýsting af krónunni.
Við munum hagræða í stjórnkerfinu og ríkisreksrinum án skattahækkana. Við munum ekki leggja aukna skatta á aðþrengd heimili. Með víðtækri atvinnuuppbyggingu stækkum við kökuna og náum í nýja skattstofna.
Við munum fá hingað færustu hagfræðinga heims til að aðstoða okkur við að umbreyta Íslensku bönkunum úr sveitasparisjóðum í öflugar alþjóðlegar fjármálastofnanir. Þannig færum við súrefni í allt efnhagslífið, lækkum vexti og styrkjum gjaldmiðilinn.
Merktu xP á kjörseðilinn, það er eina raunhæfa lausnin úr kreppunni.
Lokaorð formanna til kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin kærð fyrir landráð.
Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð. Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.
Lesið kæruna hér.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.